Hoppa yfir valmynd
22. október 2024 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara

Hinn 16. ágúst 2024 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara. Annars vegar er um að ræða embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands og hins vegar embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Sjö sóttu um embættin en einn umsækjandi dró umsókn sína síðar til baka.

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni til dómsmálaráðherra og er það mat nefndarinnar að Hákon Þorsteinsson og Oddur Þorri Viðarsson séu hæfastir umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara og verði ekki gert upp á milli þeirra tveggja.

Dómnefndina skipuðu: Ása Ólafsdóttir formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.

Umsögn dómnefndar 16.10.2024.pdf


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta