Hoppa yfir valmynd
23. október 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Carbfix hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2024​

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra nýsköpunarmála, og fulltrúar Carbfix við afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands 2024. - mynd

Nýsköpunarfyrirtækið Carbfix er handhafi Nýsköpunarverðlauna Íslands 2024. Verðlaunin voru veitt á Nýsköpunarþingi sem fram fór í gær. Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar, og Ragna Björk Bragadóttir, verkefnastýra styrkverkefna, tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Carbfix en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, veitti verðlaunin. Nýsköpunarverðlaun Íslands hafa verið veitt árlega síðan árið 1994 til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði.

Carbfix er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem þróað hefur tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Markmið fyrirtækisins er að vinna gegn loftslagsbreytingum með uppbyggingu öruggrar og þrautreyndrar tækni sem fjarlægt hefur nær 100 þúsund tonn af koldíoxíði. Ríflega 60 manns af þrettán þjóðernum starfa í dag hjá Carbfix sem er nú með samstarfsverkefni í yfir 20 löndum víðs vegar um heiminn.

Nánari upplýsingar um Carbfix og Nýsköpunarverðlaun Íslands má finna í fréttatilkynningu í vef Rannís.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta