Hoppa yfir valmynd
23. október 2024

Kosning utan kjörfundar í sendiráði Íslands í London, Alþingiskosningar 2024

Kosning utan kjörfundar í sendiráði Íslands í London, Alþingiskosningar 2024 - myndHaraldur Jónasson / Hari

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga þann 30. nóvember 2024 hefst 7. nóvember næstkomandi. Í umdæmislöndum sendiráðs Íslands í London fer utankjörfundaratkvæðageiðsla fram í sendiráði Íslands í London og hjá kjörræðismönnum Íslands í Bretlandi, Írlandi og Möltu.

Sendiráðið vekur sérstaka athygli á eftirfarandi:

  • Kjósendur bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt er að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Samkvæmt upplýsingum frá Royal Mail taka póstsendingar til Íslands minnst 3 til 5 daga og telst sendingardagur þá ekki með. Sendiráðið hvetur kjósendur til að gera ráð fyrir hugsanlegum töfum á póstsendingum og senda atkvæði sín tímanlega.
  • Kjósendur verða beðnir að gera grein fyrir sér, t.d. með framvísun íslensks skilríkis með kennitölu eða með öðrum hætti sem kjörstjóri metur fullnægjandi.
  • Kjósendur geta kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá með því að fletta upp kennitölu sinni á vef Þjóðskrár.

Hægt verður að kjósa í sendiráðinu á venjulegum opnunartíma, virka daga frá klukkan 9:00 - 16:00. Auk þess verður sérstakur opnunartími í Sendiráðinu fimmtudaginn 14. nóvember frá kl. 9:00 - 19:00.

Þau sem kjósa hjá kjörræðismönnum Íslands eru beðin um að hafa samband við sinn nálægasta kjörræðismann, og mæla sér mót með góðum fyrirvara.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta