Leiðbeiningar um matslíkön og matsaðferðir í opinberum innkaupum
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um matslíkön og matsaðferðir í opinberum innkaupum. Markmið leiðbeininganna er að stuðla að skýrari ferlum og auknu gagnsæi í innkaupum ríkis, félaga í ríkiseigu og sveitarfélaga.
Stefna ríkisins í innkaupum leggur áherslu á að fræðsla um innkaup séu aukin jafnt fyrir innkaupafólk sem stjórnendur. Leiðbeiningunum er ætlað bæta þessa þekkingu og að stuðla að auknu gagnsæi og skilvirkni útboðsferla. Vel útfærð útboðsgögn lágmarka óvissu, fækka kærum og auka skilvirka ferla þegar val tilboða tekur á fleiri þáttum en lægsta verði.
Nýju leiðbeiningarnar fela meðal annars í sér:
- Matsaðferðir: Hvernig á að meta tilboð á grundvelli minnsta kostnaðar, vistferilskostnaðar, hagstæðasta tilboði og annarra mikilvægra þátta.
- Matslíkön: Útfærslur á matslíkönum sem hægt er að nota til að tryggja sanngjarnar og gagnsæjar niðurstöður.
- Dæmi um gæðamat: Hvernig hægt er að framkvæma huglægt mat með gagnsæjum hætti.
Framkvæmdaraðilar opinberra innkaupa eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningarnar og nýta þær til að framkvæma árangursrík opinber innkaup sem auka almannahag.