Hoppa yfir valmynd
25. október 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Upptaka af málþingi um kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar

Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands stóðu fyrir málþingi í dag um hættuna á misnotkun gervigreindar og tækninýjunga til að brjóta kynferðislega á börnum. Með nýrri tækni blasir við nýr veruleiki sem vekur upp spurninguna um hvernig rétt sé að bregðast við. Málþingið fór fram kl. 13:30–15:15 í Veröld, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík og í streymi.

Ein af hverjum átta stúlkum og konum sem nú lifa hefur orðið fyrir nauðgun eða kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur samkvæmt gögnum UNICEF. Ef kynferðisofbeldi á netinu er bætt við stækkar hópurinn í eina af hverjum fimm. Þótt algengara sé að brotið sé á konum þá hafa 240–310 milljónir drengja orðið fyrir nauðgun eða kynferðisofbeldi í æsku eða einn af hverjum ellefu. Talan hækkar í 410–530 milljónir ef kynferðisofbeldi á netinu er tekið með.

Á málþinginu var varpað ljósi á þá dökku hlið hvernig gervigreind og önnur stafræn tækni er misnotuð til að brjóta kynferðislega á börnum, hvaða birtingarmyndir eru af slíkum brotum, hvernig tekist er á við slíkt og til hvaða forvarnaraðgerða er gripið.

Upptaka

Dagskrá

Uppfært 26.10.24 kl. 11:36.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta