Hoppa yfir valmynd
29. október 2024 Forsætisráðuneytið

Þátttaka forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs

Frá blaðamannafundi norrænu forsætisráðherranna. - mynd

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var viðstaddur setningu þings Norðurlandaráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Forsætisráðherra tók þar þátt í leiðtogaumræðum með forsætisráðherrum Norðurlandanna.

Á leiðtogafundinum var rætt um hvernig best megi tryggja frið og öryggi á norðurslóðum og Norðurlöndum. Í ávarpi sínu ræddi forsætisráðherra þá miklu geópólitísku spennu sem ríkir í alþjóðakerfinu og auka óvissu í alþjóðasamskiptum.

„Þannig reynir verulega á þær stofnanir og sáttmála sem standa vörð um þá meginskyldu okkar að tryggja öryggi borgaranna. Þess vegna er brýnt að byggja upp traust á ný í ljósi þeirra margþættu viðfangsefna sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði forsætisráðherra m.a. í ávarpi sínu.

Fyrr í dag funduðu forsætisráðherrar Norðurlandanna. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing um að hraða aðgerðum til að stuðla að samþættari Norðurlöndum og tryggja frjálsa för fólks yfir landamæri, auka samstarf í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og um ábyrga innflytjendastefnu.

Blaðamannafundur forsætisráðherranna var haldinn í Skála þar sem forsætisráðherrar Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Álandseyja fluttu stutt ávörp og svöruðu spurningum fjölmiðlafólks.

Upptaka af blaðamannafundi norrænu forsætisráðherranna

Myndir frá fundum í tengslum við þing Norðurlandaráðs

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta