Málstofa um landnám Íslands 14.nóvember
Sendiráðið í samvinnu við Háskólann í Osló stendur fyrir málstofu um landnám Íslands þar sem nýr og gamall fróðleikur um hversvegna landnámsmenn og -konur settust að á landinu okkar. Í ár eru 1150 ár frá því Ingólfur Arnarson gerði Ísland að sínu nýja heimalandi og á eftir honum fylgdu fjölmargir fleiri frá Noregi og víðar. Málstofan verður haldin í gamla háskólabókasafninu við Karl Johans götu í miðborg Osló fimmtudaginn 14.nóvember kl. 17:00 til 19:00. Allir eru velkomnir og hægt er að skrá þátttöku í hlekknum hér undir.
Sauebønder eller skatteflyktninger? Om nordmenn sem dro til Island i vikingtiden