Hoppa yfir valmynd
30. október 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Skipun stjórnar Nýsköpunarsjóðsins Kríu 2025-2028

Skipað hefur verið í stjórn Nýsköpunarsjóðsins Kríu sem verður til við sameiningu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) og Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs um næstkomandi áramót.

Nýsköpunarsjóðnum Kríu er ætlað að veita stuðning við nýsköpun í formi fjármögnunar og mun sjóðurinn geta beitt fjölbreyttum aðferðum við fjármögnun  í samræmi við stöðu fjármögnunarumhverfis og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Sjóðnum er ætlað að ná til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, vísisjóða og annarra aðila, svo sem þeirra sem vinna að nýskapandi lausnum við samfélagslegum áskorunum, sjálfbærni og grænum umskiptum.

Stjórn Nýsköpunarsjóðsins Kríu 2025-2028:

  • Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, formaður, án tilnefningar
  •     Varamaður hennar er Pétur Már Halldórsson
  • Ásta Dís Óladóttir, án tilnefningar
  •     Varamaður hennar er Agnar Möller
  • Sigríður Mogensen, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
  •     Varamaður hennar er Páll Ásgeir Guðmundsson
  • Guðmundur Halldór Björnsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  •     Varamaður hans er Ingunn Agnes Kro
  • Róbert Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
  •     Varamaður hans er Eyrún Valsdóttir

Í lögum um sjóðinn segir að stjórn Nýsköpunarsjóðsins Kríu sé skipuð fimm einstaklingum til þriggja ára í senn. Stjórnin skal þannig skipuð: einn samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins, einn samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands, einn samkvæmt tilnefningu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins og tveir án tilnefningar. Skal annar þeirra síðastnefndu skipaður formaður.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta