Skipun stjórnar Nýsköpunarsjóðsins Kríu 2025-2028
Skipað hefur verið í stjórn Nýsköpunarsjóðsins Kríu sem verður til við sameiningu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) og Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs um næstkomandi áramót.
Nýsköpunarsjóðnum Kríu er ætlað að veita stuðning við nýsköpun í formi fjármögnunar og mun sjóðurinn geta beitt fjölbreyttum aðferðum við fjármögnun í samræmi við stöðu fjármögnunarumhverfis og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Sjóðnum er ætlað að ná til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, vísisjóða og annarra aðila, svo sem þeirra sem vinna að nýskapandi lausnum við samfélagslegum áskorunum, sjálfbærni og grænum umskiptum.
Stjórn Nýsköpunarsjóðsins Kríu 2025-2028:
- Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, formaður, án tilnefningar
- Varamaður hennar er Pétur Már Halldórsson
- Ásta Dís Óladóttir, án tilnefningar
- Varamaður hennar er Agnar Möller
- Sigríður Mogensen, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
- Varamaður hennar er Páll Ásgeir Guðmundsson
- Guðmundur Halldór Björnsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Varamaður hans er Ingunn Agnes Kro
- Róbert Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
- Varamaður hans er Eyrún Valsdóttir
Í lögum um sjóðinn segir að stjórn Nýsköpunarsjóðsins Kríu sé skipuð fimm einstaklingum til þriggja ára í senn. Stjórnin skal þannig skipuð: einn samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins, einn samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands, einn samkvæmt tilnefningu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins og tveir án tilnefningar. Skal annar þeirra síðastnefndu skipaður formaður.