Hoppa yfir valmynd
31. október 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýtt fræðsluefni um hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi

Samtökin '78 hafa gefið út nýtt fræðsluefni og leiðbeiningar fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi með stuðningi mennta- og barnamálaráðuneytisins.

Efnið er í formi þriggja myndskreyttra bæklinga sem bera yfirskriftina

Auk þess voru gefin út tvö veggspjöld sem fjalla um

Markmiðið útgáfunnar er að tryggja þátttöku og aðgengi hinsegin barna og ungmenna að íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.

Verkefnið er ein af aðgerðum aðgerðaáætlunar í málefnum hinsegin fólks sem var samþykkt á Alþingi 2022 og var styrkt af Framkvæmdasjóði um hinsegin málefni og mennta- og barnamálaráðuneytinu. Fjölmargir komu að verkefninu sem var leitt af Sveini Sampsted íþróttafræðingi og fræðara.

Samtökin 78 héldu fjölmennan kynningarfund í vikunni þar sem nýja fræðsluefnið var kynnt fyrir starfsfólki og sjálfboðaliðum í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Hægt er að horfa á upptöku hér:

Það er von ráðuneytisins að fræðsluefnið auðveldi og auki þátttöku hinsegin barna og ungmenna að íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi hér á landi.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta