Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Aðgerðáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundu ofbeldi og áreitni vel á veg komin

Um 65% aðgerða í áætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025 er lokið og um 35% aðgerða eru komnar vel á veg.

Aðgerðaáætlunin byggir á þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi í júní 2020. Þar er að finna 26 aðgerðir sem ná yfir fjölbreytt svið forvarnarmála gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni meðal barna og ungmenna.

Sem dæmi um verkefni sem komin eru til framkvæmda má nefna að forvarnarteymum hefur verið komið til framkvæmda innan allra grunnskóla landsins og þá hefur verið komið upp gagnvirku netnámskeiði með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi fyrir starfsfólk sem starfar með börnum. Fjölmargir aðilar sem vinna með börnum á öllum skólastigum hafa klárað námskeiðið. 

Staða aðgerða í aðgerðaáætluninni er dregin fram á myndrænan hátt í sérstöku mælaborði sem nú hefur verið uppfært miðað við stöðuna í október.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta