Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2024

Alþingiskosningar 2024

Sendiráðið í Osló vekur athygli á eftirfarandi vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í nóvember.

Hægt verður að kjósa í sendiráðinu frá 7. nóvember á afgreiðslutíma sendiráðsins alla virka daga milli 10:00 og 15:00.

Einnig er boðið upp á sérstaka opnunartíma vegna kosninganna:

  • laugardaginn 16.nóvember kl. 11:00-13:00
  • fimmtudaginn 21.nóvember kl. 13:00-19:00
  • laugardaginn 23.nóvember kl. 13:00-15:00

Ekki er þörf á að panta tíma til að koma að kjósa en myndast geta biðraðir, sérstaklega á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum þegar opið er fyrir tímapantanir í vegabréfsumsóknir, og biðjum við fólk vinsamlega að sýna því skilning.

Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum með mynd.

Sendiráðið mælir eindregið til þess að kjósendur greiði atkvæði í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 25.nóvember. Sé það gert má gera ráð fyrir að atkvæðið nái í rétt kjördæmi á Íslandi í tæka tíð með tilliti til póstsendingartíma. 

Sendiráðið vekur athygli á því að eftir breytingar á kosningalögum halda íslenskir ríkisborgarar nú kosningarétti sínum í 16 ár í staðinn fyrir 8 ár eftir flutning til útlanda. Hægt er að skrá sig aftur á kjörskrá og þarf það að gerast fyrir 1.desember árið fyrir kosningar.

Kjörskrá fyrir Alþingiskosningar hefur nú verið opnuð og ef þú ert í vafa um hvort þú sért á kjörskrá getur þú flett upp kennitölunni þinni hjá Þjóðskrá.

 

Atkvæðagreiðsla utankjörfundar hjá ræðismönnum Íslands í Noregi:

Bergen

Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni eftirfarandi daga:

  • laugardaginn 16.nóvember kl. 11:00-13:30
  • laugardaginn 23.nóvember kl. 11:00-13:30

Frekari upplýsingar verða auglýstar á facebooksíðu ræðisskrifstofunnar Islands Konsulat i Bergen. Heimilisfang ræðisskrifstofunnar: Stiftelsen Brygge, Bredsgården 1D, Bryggen, Bergen.

 

Bodø

Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni eftirfarandi daga samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected] eða síma 90 20 95 33.

  • föstudaginn 8.nóvember
  • fimmtudaginn 14.nóvember
  • föstudaginn 15.nóvember

Frekari upplýsingar á facebooksíðu ræðisskrifstofunnar Islands konsulat i Bodø og Nordland. Heimilisfang ræðisskrifstofu: Muskat AS, Sjøgata 15, Bodø

 

Haugesund

Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni kl. 09:30-15:00 dagana 7.-8.nóvember og 11.-15.nóvember eða samkvæmt samkomulagi við ræðisskrifstofu í tölvupósti [email protected]. Heimilisfang ræðisskrifstofu: Hagland Sjøfartsbygget, Smedasundet 97, Haugesund

 

Kristiansand

Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni fimmtudag 14.nóvember kl. 16:00-18:00 eða samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected] eða í síma 40 29 09 85. Heimilisfang ræðisskrifstofu: Advokat Sverre Bragdø-Ellenes, Markensgate 2A, Kristiansand - ATH Nýtt heimilisfang

 

Stavanger/Bryne

Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni eftirfarandi daga:

  • mánudaginn 11.nóvember kl. 16:00-18:00
  • þriðjudaginn 12.nóvember kl. 14:00-16:00
  • þriðjudaginn 19.nóvember kl. 14:00-16:00

Heimilisfang ræðisskrifstofu: Jæren Sparebank, Jernbanegata 6, Bryne - ATH Nýtt heimilisfang

 

Tromsø

Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected]. Heimilisfang ræðisskrifstofu: JobZone, Grønnegata 53, Tromsø

 

Trondheim/Tiller

Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni eftirfarandi daga:

  • sunnudaginn 10.nóvember kl. 16:00-18:00
  • laugardaginn 16.nóvember kl. 13:00-15:00
  • fimmtudaginn 21.nóvember kl. 16:30-18:30

Við komu á ræðisskrifstofuna þarf að hringa í ræðismann í síma 93 24 31 41. Heimilisfang ræðisskrifstofu: Prosjektutvikling Midt-Norge, Vestre Rosten 77, Tiller - ATH Nýtt heimilisfang

 

Ålesund

Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni miðvikudaginn 20.nóvember kl. 15:00-17:00 og föstudaginn 22.nóvember kl. 09:00-11:30. Einnig er hægt að kjósa samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected] eða í síma 90 91 62 30. Heimilisfang ræðisskrifstofu: Tindea, Brunholmgata 2, Ålesund

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta