Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Áslaug Arna kynnir nýja aðgerðaáætlun um gervigreind

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra gervigreindar, kynnir nýja aðgerðaáætlun Íslands um gervigreind á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 11:00. Viðburðurinn fer fram í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu við Reykjastræti 6.

Með aðgerðaáætluninni er grunnur lagður að því að Ísland verði leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar sem mun skapa tækifæri, velmegun og framfarir fyrri landsmenn alla. Aðgerðirnar sem lagðar eru fram í áætluninni marka stórt skref í átt að því markmiði.

Samhliða kynningu á aðgerðaáætluninni mun ráðherra fara yfir niðurstöður greiningar á efnahagslegum tækifærum Íslands á sviði gervigreindar. Farið verður yfir áætluð áhrif á landsframleiðslu, íslenskan vinnumarkað og hvaða stefnu íslensk stjórnvöld ættu að marka til að hagnýta tækifæri tækninnar sem best.

Öll áhugasöm eru velkomin. Skráning á viðburðinn fer fram hér.

Kynning á aðgerðaáætlun um gervigreind

  • Fimmtudagur 7. nóvember kl. 11:00
  • Reykjastræti 6 (gengið inn um aðalinngang Landsbankans)
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta