Auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur
Auglýst er eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum. Um er að ræða tollkvóta vegna innflutnings á:
- Landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins
- Ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi
- Ostum frá Noregi
- Blómum, trjám o.fl.
Tekið er á móti umsóknum með rafrænum hætti á tollkvóti.is. Nýskráning notenda í vefkerfið fer fram hjá matvælaráðuneytinu í gegnum [email protected].
Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til kl. 23:59, mánudaginn 18. nóvember.
Nánari upplýsingar um tollkvótana og framkvæmd úthlutunar má finna í eftirfarandi skjölum:
- Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins
- Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi
- Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á ostum frá Noregi
- Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.