Helgi Grímsson til liðs við mennta- og barnamálaráðuneytið
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur með samkomulagi við Reykjavíkurborg fengið tímabundið til liðs við sig Helga Grímsson, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sl. ár.
Helgi hefur störf í ráðuneytinu 1. janúar 2025 og mun halda utan um umbótaverkefni tengdu menntun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Verkefninu er ætlað að auka jöfnuð í menntun milli einstakra skóla, sveitarfélaga og landsvæða og skapa ný tækifæri og aukin gæði í menntun með hagnýtingu gagna og markvissu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og samtaka kennara.