Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2024 Forsætisráðuneytið

Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu efnahagsmála á haustmánuðum

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur birt skýrslu um stöðu efnahagsmála á haustmánuðum. Skýrslan var unnin að beiðni forsætisráðuneytisins sem óskaði í byrjun september eftir því að unnið yrði yfirlit um samspil verðbólgu og annarra hagstærða sem yrði tilbúið í lok október.

Skýrsluhöfundar eru Gylfi Zoega og Sigurður Jóhannesson en Gylfi skrifaði sambærilega skýrslu fyrir forsætisráðuneytið í aðdraganda kjarasamninga 2018.

Í skýrslunni er farið yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi, sem er að mörgu leyti jákvæð, og áskoranir sem tengjast húsnæðismarkaðnum, verðbólgu og vöxtum. Einnig er hlutverki skatta og ríkisútgjalda í hagstjórn lýst og þá greina skýrsluhöfundar stöðuna til lengri tíma og setja fram tillögur til úrbóta sem gætu stuðlað að auknum stöðugleika til framtíðar. Má þar nefna skattalega hvata til íbúðauppbyggingar, upptöku stöðugleikareglu í opinberum fjármálum, lækkun skatta á verðbætur og breytingar á lögum um ríkissáttasemjara.

Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu efnahagsmála á haustmánuðum 2024

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta