Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Útgáfa sveinsbréfa flutt frá ráðuneytinu til sýslumannsins á Suðurlandi

Með breytingu á reglugerð um löggiltar iðngreinar nr. 940/1999 verður útgáfa sveinsbréfa færð til embættis sýslumannsins á Suðurlandi. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2025. Þetta kemur í kjölfar breytingar á lögum nr. 42/1978 um handiðnað sem hafði það að markmiði að draga úr leyfisbréfaútgáfu í miðlægri stjórnsýslu hins opinbera þannig að meira svigrúm yrði til eiginlegrar stefnumótunarvinnu innan ráðuneytisins.

Samhliða þessu er unnið að því að koma upplýsingum um öll sveinspróf á vefinn, en þegar má finna stóran hluta gagna á Ísland.is. Jafnframt verða upplýsingar um einstaklinga með erlendan bakgrunn sem öðlast hafa viðurkenningu til starfa í iðngrein hér á landi aðgengilegar hér.

Breyting á lögum um handiðnað tók gildi í byrjun árs 2024 en frá aldamótum hefur útgáfa sveinsbréfa verið í höndum iðnaðarráðherra. 

Sýslumaðurinn hefur jafnframt tekið við sveinprófagrunni mennta- og barnamálaráðuneytisins, en þar eru geymdar upplýsingar um sveinspróf allt aftur til ársins 1950. Prófagrunnurinn er sameinaður kerfum sýslumanns, Sýslunni, og þar með komið í nútímalega varðveislu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta