Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2024

Norræn menning í öndvegi í Normandí

Norræna menningarhátíðin Les Boréales var opnuð með pompi og prakt í borginni Caen í Frakklandi í gærkvöldi. Hátíðin er fastur liður í menningarlífi Normandí héraðs en hún hefur verið haldin árlega síðan 1992 og er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Fjölbreytt menningardagskrá með þátttöku norrænna og baltneskra rithöfunda og annarra listamanna landanna er í boði í Caen og nágrannaborgum þær tvær vikur sem hátíðin stendur yfir. Ísland var í heiðurssæti á hátíðinni í fyrra en þetta árið er röðin komin að Finnlandi.

Hervé Morin, héraðsstjóri Normandí og Jérôme Rémy, listrænn stjórnandi hátíðarinnar tóku á móti sendiherrum og öðrum fulltrúum norrænu og baltnesku sendiráðanna við opnunina í gær, sem Lilja Stefánsdóttir sótti fyrir hönd Íslands. Finnski metsöluhöfundurinn Sofi Oksanen hélt fyrirlestur sem bar yfirskriftina: „Stríð Pútín gegn konum“ og hlaut frábærar viðtökur.

Meðal íslenskra þátttakenda þetta árið má nefna rithöfundana Hallgrím Helgason, Þóru Hjörleifsdóttur, Sigríði Hagalín Björnsdóttur, og Jón Kalman Stefánsson sem öll taka þátt í umræðum um nýútgefnar bækur þeirra í Frakklandi. Þá verður íslenska kvikmyndin Ljósbrot, eftir Rúnar Rúnarsson forsýnd á hátíðinni.

Dagskrá Les Boréales má finna hér.
  • Norræn menning í öndvegi í Normandí - mynd úr myndasafni númer 1
  • Norræn menning í öndvegi í Normandí - mynd úr myndasafni númer 2
  • Norræn menning í öndvegi í Normandí - mynd úr myndasafni númer 3
  • Norræn menning í öndvegi í Normandí - mynd úr myndasafni númer 4
  • Norræn menning í öndvegi í Normandí - mynd úr myndasafni númer 5

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta