Norræn menning í öndvegi í Normandí
Hervé Morin, héraðsstjóri Normandí og Jérôme Rémy, listrænn stjórnandi hátíðarinnar tóku á móti sendiherrum og öðrum fulltrúum norrænu og baltnesku sendiráðanna við opnunina í gær, sem Lilja Stefánsdóttir sótti fyrir hönd Íslands. Finnski metsöluhöfundurinn Sofi Oksanen hélt fyrirlestur sem bar yfirskriftina: „Stríð Pútín gegn konum“ og hlaut frábærar viðtökur.
Meðal íslenskra þátttakenda þetta árið má nefna rithöfundana Hallgrím Helgason, Þóru Hjörleifsdóttur, Sigríði Hagalín Björnsdóttur, og Jón Kalman Stefánsson sem öll taka þátt í umræðum um nýútgefnar bækur þeirra í Frakklandi. Þá verður íslenska kvikmyndin Ljósbrot, eftir Rúnar Rúnarsson forsýnd á hátíðinni.
Dagskrá Les Boréales má finna hér.