Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Vika helguð vitundarvakningu um sýklalyf

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir - mynd

Dagurinn 18. nóvember er sérstaklega helgaður vitundarvakningu um sýklalyf hjá Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC). Sama dag hefst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangurinn er að minna almenning, stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn á þá ógn sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería í heiminum.

Mánudaginn 18. nóvember hélt sóttvarnalæknir árlegt málþing um sýklalyfjaónæmi í tilefni vitundarvakningar. Málþingið var vel sótt en það var haldið á Landspítalanum í Fossvogi að þessu sinni og var aðgengilegt í streymi. Erindin fjölluðu um sýklalyfjanotkun, vaxandi útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og mikilvægi sýkingavarna til þess að sporna gegn þessari þróun en einnig um sýklalyfjagæslu og sýklalyfjaskort. Á málþinginu var tákn sýklalyfjaónæmis kynnt en evrópska samstarfsverkefnið EU-JAMRAI stóð fyrir hönnun þess.

Heilbrigðisráðherra stillti sér upp fyrir myndatöku með tákn sýklalyfjaónæmis ásamt sóttvarnalækni en heilbrigðisráðuneytið gaf nýlega út aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi ásamt matvælaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. Heilbrigðisráðuneytið tekur einnig virkan þátt í EU-JAMRAI-2 verkefninu en þar taka þrjátíu ESB/EES lönd saman höndum til þess að vinna að aðgerðum gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta