Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

GAGNVIST 2024: Gagnastefna Íslands og þróun íslenska gagnavistkerfisins

Gríðarleg tækifæri til verðmætasköpunar liggja í bættu aðgengi að gögnum og nýtingu þeirra. Í því samhengi hafa verið gerðar breytingar á lögum sem kveða á um opið aðgengi að virðisaukandi gögnum íslenska ríkisins auk þess sem unnið er að íslenskri gagnastefnu sem hafur það að markmiði að skapa sameiginlega sýn sem styður við gagnadrifna verðmætasköpun á Íslandi.

Miðvikudaginn 27. nóvember stendur Hagstofa Íslands, í samstarfi við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar, fyrir ráðstefnunni GAGNVIST 2024 sem varpar ljósi á þróun íslenska gagnavistkerfisins.

Meginmarkmið GAGNVIST er að leiða saman haghafa innan íslenska gagnavistkerfisins, sérstaklega þá sem safna og miðla virðisaukandi gögnum og notendur þessara gagna, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum.

GAGNVIST fer fram í Grósku og hefst dagskrá kl. 9:30 með opnunarerindi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Frítt er á viðburðinn og eru öll áhugasöm hvött til að skrá sig hér: GAGNVIST 2024 - skráning.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér fyrir neðan.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta