Hoppa yfir valmynd
2. desember 2024 Innviðaráðuneytið

Innviðaráðherra staðfestir nýtt Svæðisskipulag Suðurhálendis

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 sem ellefu sveitarfélög á Suðurlandi standa að. Svæðisskipulagið hafði áður verið samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis og í sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem eiga aðild að því.

Um er að ræða nýtt svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið en þar er m.a. mörkuð sameiginleg stefna um gerð og gæði þjóðvega, flokkun og uppbyggingu ferðaþjónustustaða og verndun landslagsheilda og sérstæðrar náttúru.

Svæðisskipulagið tekur beint til níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru: Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Auk þeirra eiga Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur aðild að verkefninu.

Vinna sveitarfélaganna ellefu við svæðisskipulagið á sér töluverðan aðdraganda en hún hófst fyrir fimm árum og er byggð á landskipulagsstefnu sem þá var í gildi. Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis samþykkti svæðisskipulagið fyrr í ár og sendi til Skipulagsstofnunar í apríl sl. en ný landsskipulagsstefna tók gildi í júní sl. Skipulagsstofnun staðfesti ekki svæðisskipulagið en vísaði málinu til ráðherra.

Ákvörðun ráðherra um að staðfesta svæðisskipulagið byggist m.a. á mikilli samstöðu allra 11 sveitarfélaganna á svæðinu um svæðisskipulagið sem byggt er á eldri landsskipulagsstefnu. Ráðherra áréttar jafnframt í ákvörðun sinni að við endurskoðun svæðisskipulags skuli taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta