Hoppa yfir valmynd
3. desember 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar framlengd um eitt ár

Alþingi samþykkti á dögunum að heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar inn á höfuðstól fasteignaláns vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota sem og heimild til skattfrjálsrar nýtingar á uppsöfnuðum séreignarsparnaði við öflun íbúðarhúsnæðis til eigin nota verði framlengdar til og með 31. desember 2025. Um er að ræða úrræði sem sótt er um á leidretting.is.

Viðmiðunarfjárhæðir heimildanna verða áfram þær sömu. Í báðum tilvikum getur árleg hámarksfjárhæð einstaklings því numið samtals 500 þús. kr. á almanaksári. Hjá hjónum og einstaklingum, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar, takmarkast heimildin við að hámarki samanlagt 750 þús. kr. á almanaksári.

Sú breyting verður að einstaklingar með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á fasteignaveðlán þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins á vef Skattsins. Þeir einstaklingar sem hyggjast hætta nýtingu úrræðisins þurfa að tilkynna það til Skattsins á vefsvæðinu leidretting.is, að öðrum kosti er iðgjaldi ráðstafað inn á höfuðstól fasteignalánsins.

Úrræði vegna kaupa á fyrstu íbúð er óbreytt. Hægt er að sjá upplýsingar um úrræðið á vef Skattsins.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta