Hoppa yfir valmynd
6. desember 2024 Matvælaráðuneytið

Könnun á viðhorfi gagnvart hinsegin fólki

Matvælaráðuneytið stendur fyrir könnun á viðhorfi gagnvart hinsegin fólki og stöðu hinsegin fólks í sjávarútvegi, landbúnaði og tengdum greinum.

Könnunin er unnin í samstarfi við Samtökin ’78 og á erindi við öll þau sem starfa eða hafa starfað síðastliðin tvö ár innan þessara greina, óháð kynhneigð og kynvitund.

Könnunin er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks sem miðar að því að bæta stöðu, stuðla að framförum og koma á réttarbótum fyrir hinsegin fólk til hagsbóta fyrir samfélagið.

Um er að ræða fyrstu aðgerðaáætlunina sem snýr eingöngu að málefnum hinsegin fólks og er stefnt að áframhaldandi samstarfi við Samtökin ´78. Með aukinni fræðslu og víðtæku samráði við hagsmunaaðila verður vonandi hægt að varpa betra ljósi á stöðu hinsegin fólks þar sem lítið er vitað um stöðu þeirra í landbúnaði og sjávarútvegi.

Maskína sér um framkvæmd könnunarinar, um er að ræða vefkönnun sem lögð er fram á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Þess er farið á leit við vinnuveitendur, stéttarfélög og aðra hagaðila að dreifa hlekknum á könnuninni sem víðast svo tryggja megi sem besta svörun.

Til að tryggja gæði gagna er notast við rafræna auðkenningu svo tryggja megi að þátttakendur svari einungis einu sinni. Lögð er áhersla á öryggi persónuupplýsinga og niðurstöður því á engan hátt rekjanlegar til einstaklinga.

Taka má þátt í könnuninni hér.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta