Hoppa yfir valmynd
10. desember 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

25 milljónir króna til hjálparsamtaka

Bjarni Benediktsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt samtals 25 milljónum króna til hjálparsamtaka um land allt sem styðja við viðkvæma hópa sem leita þurfa aðstoðar í aðdraganda jólanna, svo sem með mataraðstoð.

Alls 10 hjálparsamtökum var veittur styrkur en um er að ræða Hjálpræðisherinn, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akranesi, Fjölskylduhjálp Íslands, Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis, Sjóðinn góða og Kaffistofu Samhjálpar. 

„Það er mikilvægt að við getum öll notið jólanna en hjálparsamtök hafa í því samhengi gegnt ómetanlegu hlutverki og hlúð vel að okkar viðkvæmustu hópum í samfélaginu með fjölbreyttri aðstoð. Þetta er annasamur tími hjá hjálparsamtökum, þar sem margir sjálfboðaliðar leggja starfinu lið, og það er mikilvægt að geta þakkað fyrir þau störf með þessum hætti,“ segir Bjarni Benediktsson.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta