Hoppa yfir valmynd
10. desember 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi

Nýr listi yfir sveina með starfsréttindi hefur verið birtur á Island.is. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur listi er birtur opinberlega á einum miðlægum stað. Með listanum er m.a. hægt að sjá hvort iðnaðarmenn sem bjóða fram þjónustu sína séu með tilskilin réttindi.

Listinn byggir á gagnagrunni yfir 42 iðngreinar. Meðal þeirra eru fjölbreyttar greinar á borð við bakaraiðn, bifvélavirkjun, blikksmíði, flugvélavirkjun, húsasmíði, kjötiðn, ljósmyndun, matreiðslu, málaraiðn, múraraiðn, pípulagnir, prentun, rafvirkjun, snyrtifræði og vélsmíði. Ekki hefur enn verið unnið úr öllum eldri gögnum en von er á þeim upplýsingum innan tíðar.

Gagnagrunnurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að bæta umgjörð verk- og starfsnáms. Hann er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytisins, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins og sýslumanna. Sýslumaður á Suðurlandi annast umsýslu gagnagrunnsins frá 1. janúar 2025.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta