Hoppa yfir valmynd
10. desember 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Styrkjum til einkarekinna, staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins úthlutað

Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til einkarekinna, staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið með styrkveitingunum er að efla starfsemi staðbundinna fjölmiðla á landsbyggðinni en þeir gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðja með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins  28. október sl. með umsóknarfresti til miðnættis 18. nóvember. Alls bárust 11 umsóknir og voru 12,5 m. kr. til úthlutunar, 10 m. kr. frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og 2,5 m. kr. frá innviðaráðuneyti. Allar umsóknir uppfylltu skilyrði reglna nr. 1146/2024 um styrkveitingar til staðbundinna fjölmiðla og hljóta eftirfarandi fjölmiðlaveitur styrk, hver að upphæð 1.136.363 m. kr.

          Akureyri.net, útgefandi Eigin herra ehf.

          Eyjafréttir og Eyjafrettir.is, útgefandi Eyjasýn ehf.

          Kaffid.is, útgefandi Kaffið fjölmiðill ehf.

          Tígull og Tigull.is, útgefandi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf.

          Feykir og Feykir.is, útgefandi Nýprent ehf.

          Skessuhorn og Skessuhorn.is, útgefandi Skessuhorn ehf.

          Norðurslóð, útgefandi Spássía ehf.

          Bæjarblaðið Jökull, útgefandi Steinprent ehf.

          Austurglugginn og Austurfrett.is, útgefandi Útgáfufélag Austurlands ehf.

          Vikublaðið, Dagskráin og Vikubladid.is, útgefandi Útgáfufélagið ehf.

          Víkurfréttir og Vf.is, útgefandi Víkurfréttir ehf.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta