Hoppa yfir valmynd
11. desember 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Staða orkumála og kynning á skýrslu starfshóps um endurskoðun rammaáætlunar

Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar hefur skilað Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skýrslu sinni og verður hún kynnt fimmtudaginn 12. desember kl. 9.30. Á fundinum verður einnig farið yfir þá miklu og ítarlegu vinnu og aðgerðir sem unnar hafa verið í orkumálum á þessu kjörtímabili.  

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins.

Starfshóp um endurskoðun rammaáætlunar skipuðu þau: Hilmar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, formaður, Björt Ólafsdóttir, fyrrv. alþingismaður og ráðherra umhverfismála, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, frv. alþingismaður. 

Í skýrslu starfshópsins eru lagðar til ýmsar breytingar á lögum og reglum um rammaáætlun, sem miða að því að einfalda kerfið og auka skilvirkni. Leggur starfshópurinn m.a. til að farið verði í tímabundið átak í greiningu og forgangsröðun á landsvæðum með tilliti til verndar fyrir raforkuframleiðslu. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta