Hoppa yfir valmynd
13. desember 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Handbók um viðurkenningu háskóla er komin út á íslensku

Út er komin íslensk þýðing á handbók um viðurkenningu háskóla. Handbókin var fyrst gefin út á ensku í júlí 2022, þar sem úttektaraðilar á háskólastigi eru erlendir sérfræðingar, en íslenska útgáfu hennar má nú nálgast hér neðar í fréttinni.

Í handbókinni er að finna lýsingu á þeim lagalegu kröfum sem gerðar eru til háskóla auk lýsinga á þeim gögnum sem fylgja ættu umsókn til ráðuneytis um viðurkenningu til að bjóða nám á háskólastigi. Stofnanir þurfa að geta veitt skýr dæmi og gögn þeim til stuðnings um hvernig aðbúnaður og stuðningur við nemendur og akademíska starfsmenn tryggir gæði náms, kennslu og rannsókna á viðkomandi fræðasviði. Þá þarf að sýna fram á að starfsemin lúti þeim gæðakröfum sem til hennar eru gerðar, bæði á Íslandi og innan evrópska háskólasvæðisins.

Umfjöllun handbókarinnar er sett í samhengi við lög um háskóla nr. 63/2006 og Kröfur og leiðbeiningar fyrir gæðastaðla á samevrópska háskólasvæðinu (e. Standards and Guidelines for Quality Assurance in the European Higher Education Area – ESG 2015).

Með lögum um háskóla nr. 63/2006 var settur lagalegur rammi fyrir allar háskólastofnanir á Íslandi. Í reglugerð nr. 1067/2006 er kröfum til viðurkenningar náms á háskólastigi lýst, reglugerð 37/2007 er um viðurkenningu doktorsnáms í háskólum og reglugerð nr. 1165/2024 er um eftirlit með gæðum náms, kennslu og rannsókna í háskólum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta