Hoppa yfir valmynd
16. desember 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins er laust til umsóknar

Embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins er laust til umsóknar. Sjá nánar á starfatorg.is 

Helstu verkefni og ábyrgð

Hlutverk Íslenska dansflokksins er að sýna dansverk, vera vettvangur fyrir framþróun og nýsköpun danslistar á Íslandi og glæða áhuga landsmanna á danslist.

Listdansstjóri er forstöðumaður Íslenska dansflokksins. Listdansstjóri veitir dansflokknum listræna forystu, stýrir starfsemi hans og rekstri og mótar listræna stefnu hans. Hann ræður aðra starfsmenn flokksins og er í fyrirsvari fyrir hann.

Hæfniskröfur

Menningar- og viðskiptaráðherra skipar listdansstjóra til fimm ára í senn að fenginni umsögn listdansráðs, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga um sviðslistir, nr. 165/2019. Í embætti listdansstjóra skal skipaður einstaklingur sem hefur háskólamenntun og staðgóða þekkingu og reynslu á danslist og starfssviði dansflokks. Leitað er eftir einstaklingi með leiðtogahæfni og hæfileika til nýsköpunar. Reynsla af stjórnun, rekstri og stefnumótun er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Um launakjör fer samkvæmt 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Gert er ráð fyrir því að skipað verði í embættið eigi síðar en 1. ágúst 2025.Umsóknum skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá á íslensku ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur ástæða umsóknar og lýsing á því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Umsókn skal jafnframt fylgja greinargerð um hugmyndir umsækjanda er varðar framtíðarsýn hans á starfsemi Íslenska dansflokksins. Nánari upplýsingar geta meðlimir listdansráðs veitt.

https://id.is/um-id/#starfsfolk

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 06.01.2025

Nánari upplýsingar veitir

Arna Kristín Einarsdóttir, [email protected]

Sími: 585 9800

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta