Embætti landlæknis laust til umsóknar
Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst embætti landlæknis laust til umsóknar. Um embættið fer samkvæmt lögum nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu. Umsóknarfrestur er til 6. janúar næstkomandi. Skipað verður í embættið frá 1. mars 2025. Heilbrigðisráðherra fer með yfirstjórn heilbrigðismála og skipar landlækni til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.