Hoppa yfir valmynd
17. desember 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Samningur við MetamorPhonics um endurhæfingu og inngildingu

Frá undirritun styrktarsamnings við MetamorPhonics - mynd

Ráðherrar heilbrigðisráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis og menningar- og viðskiptaráðuneytis undirrituðu fyrir skömmu styrktarsamning við MetamorPhonics um frumkvöðla- og samstarfsverkefni á sviði endurhæfingar. Samningurinn, sem gildir frá ársbyrjun 2025 til ársloka 2026, miðar að því að styðja við tónlistarverkefni sem nýtist einstaklingum í endurhæfingu.

Endurhæfingarstarfið felst í námskeiðum og þátttöku í tónlistarsmiðjum. Áhersla er lögð á þátttöku fólks með geðvanda sem þurfa aðstoð til aukinnar þátttöku í samfélaginu og vinna þannig gegn jaðarsetningu hópsins. Verkefnið er unnið í samstarfi MetamorPhonics við Listaháskóla Íslands, Tónlistarborginga Reykjavík, Hörpu og starfsendurhæfingarstöðvar um allt land.

Á meðfylgjandi mynd frá undirritun samningsins eru: Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, Sigrún Sævarsdóttir Griffiths f.h. MetamorPhonics, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Bjarni Benediktsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta