Hoppa yfir valmynd
18. desember 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Opið fyrir umsóknir hjá Almannarómi vegna máltækniverkefna

Tjörnin í Reykjavík - myndTM

Opið er fyrir umsóknir í Skerf - sjóð sem styrkir verkefni sem fela í sér innleiðingu og/eða hag­nýtingu á íslenskri máltækni, í samræmi við áætlun um íslenska máltækni 2.0. Umsóknarfrestur í Skerf er til miðnættis 31. desember 2024

Almannarómur miðstöð máltækni tekur á móti umsóknum um styrkina á síðunni sinni. Menningar- og viðskiptaráðherra veitir styrki úr Skerf samkvæmt tillögu verkefnastjórnar máltækniáætlunar. Um sjóðinn gilda annars vegar úthlutunarreglur ráðuneytis og hins vegar áherslur verkefnastjórnar fyrir úthlutun veturinn 2024-2025. Hvoru tveggja má finna hér. Umsóknum skal skila með rafrænni umsókn sem nálgast má á eftirfarandi hlekk: Rafræn umsókn um úthlutun úr Skerf veturinn 2024-2025.

Styrkjum er úthlutað til verkefna sem styðja við innleiðingu eða þróun hagnýtra endalausna sem byggja á máltækni. Styrkjum er því ekki úthlutað til verkefna sem miða að þróun eða viðhaldi grunninnviða máltækni. Styrkirnir eru samkeppnisstyrkir og er úthlutað til eins árs í senn.
Styrkveiting er háð því að verkefni styðji við meginmarkmið máltækniáætlunar um að gera íslensku gjaldgenga í stafrænum heimi og að stuðla að aukinni notkun á íslensku í tæknivörum og hugbúnaði.

Verkefnastjórn máltækniáætlunar leggur mat á umsóknir og verður m.a. horft til þátta á borð við:

  • Mikilvægis verkefnis fyrir hagnýtingu íslenskrar máltækni og/eða mikilvægis verkefnis fyrir innleiðingu nýrra vara, nýrrar þjónustu eða nýrra hugbúnaðarlausna sem nýta máltækni
  • Mikilvægis verkefnis fyrir aukna verðmætasköpun/bætta þjónustu.
  • Skalanleika verkefnis, þ.e.a.s. hvernig umsækjandi sér það þróast, stækka og nýtast fleirum með það að markmiði að innleiðingin eða hagnýtingin bæti framboð tækni á íslensku og/eða auki þjónustu.
  • Gildi og ávinnings fyrir stöðu íslenskrar tungu í tækni

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun styrksins sem finna má á vef Almannaróms.
Fyrirspurnum og ábendingum skal beina á netfangið [email protected].

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta