Ensk þýðing á leiðarvísi um árangurstengda fjármögnun háskóla
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið ut enska þýðingu á leiðarvísi um árangurstengda fjármögnun háskóla sem birt var á vef Stjórnarráðsins í september sl.
Jafnframt birtist ensk þýðing á reglum um árangurstengda fjármögnun, sem og uppfærð greinargerð á íslensku.