Breytingar á staðgreiðslu um áramótin
Samkvæmt lögum um tekjuskatt hækka persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga í upphafi hvers árs sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði að viðbættri hækkun vegna framleiðnivaxtar. Miðað er við 1% árlega aukningu framleiðni og er það mat tekið til endurskoðunar á 5 ára fresti, næst fyrir tekjuárið 2027.
Hækkun vísitölu neysluverðs liggur nú fyrir og nemur hún 4,75% á 12 mánaða tímabili. Heildarhækkun viðmiðunarfjárhæða verður því 5,80%. Tekjuskattsprósentan er óbreytt frá fyrra ári sem og hámarksútsvar sveitarfélaga. Vegið meðal útsvar hækkar um 0,01 prósentustig fyrir tekjuárið 2025 og verður 14,94%, sem reiknast út frá útsvarsprósentu sveitarfélaga á árinu 2025 að teknu tilliti til tekjuskattsstofns hvers sveitarfélags.
Í eftirfarandi töflu má sjá skattprósentur, skattleysismörk, persónuafslátt og þrepamörk í kr. fyrir árin 2024 og 2025.
Tekjuskattur einstaklinga í staðgreiðslu |
2024 |
2025 |
||||||||||||
1. þrep: |
31,48% |
31,49% |
||||||||||||
2. þrep: |
37,98% |
37,99% |
||||||||||||
3. þrep: |
46,28% |
46,29% |
||||||||||||
|
Tekjuskattur einstaklinga |
2024 |
2025 |
||||||||||||
Á ári |
Á mánuði |
Á ári |
Á mánuði |
|||||||||||
Þrepamörk upp í miðþrep |
5.353.634 |
446.136 |
5.664.062 |
472.005 |
||||||||||
Þrepamörk upp í háþrep |
15.030.014 |
1.252.501 |
15.901.523 |
1.325.127 |
||||||||||
Persónuafsláttur | 779.112 | 64.926 | 824.288 | 68.691 | ||||||||||
Skattleysismörk tekjuskattsstofns | 2.474.942 | 206.245 | 2.617.618 | 218.136 | ||||||||||
Skattleysismörk launa* | 2.578.065 | 214.839 | 2.726.686 | 227.225 |
*að teknu tilliti til lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu launþega í lífeyrissjóð.
Tryggingagjald
Engar breytingar verða á tryggingagjaldi frá fyrra ári. Skiptingu þess má sjá í meðfylgjandi töflu.
2025 |
|
Almennt tryggingagjald |
4,90% |
Atvinnutryggingagjald |
1,35% |
Gjald í Ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota |
0,05% |
Markaðsgjald |
0,05% |
Tryggingagjald, samtals |
6,35% |