Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um embætti dómanda við Endurupptökudóm
Þann 11. október 2024 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laust til umsóknar eitt embætti dómanda við Endurupptökudóm. Tvær umsóknir bárust um embættið.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni til dómsmálaráðherra og er það mat nefndarinnar að Berglind Svavarsdóttir lögmaður sé hæfust umsækjenda til að gegna embætti dómanda við Endurupptökudóm.
Dómnefndina skipuðu: Ása Ólafsdóttir formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.
Umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti varadómanda við Endurupptökudóm.