Hoppa yfir valmynd
20. desember 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Grunnur orkuskiptaáætlunar meðal tillagna starfshóps

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra - mynd

Samræma ætti orkuskiptaáætlun aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að mati starfshóps sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í september 2023 til að skoða starfsumgjörð fyrirtækja á orkumarkaði. Er það mat starfshópsins, sem nú hefur skilað ráðherra skýrslu sinni,  að endurmetin aðgerðaáætlun um orkuskipti eigi að vera samþætt innlendri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, enda sé ómögulegt að skilja þar á milli og að lögfesta beri markmið um full orkuskipti.

Í skýrslu sinni leggur hópurinn mat á orkuþörf og mögulega orkuöflun svo unnt sé að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orku. Hópurinn leggur til 40 lykilaðgerðir sem mynda grunn að tillögum að sérstakri orkuskiptaáætlun. Starfshópurinn leggur m.a. til að kannað verði hvort að skilgreina ætti mikilvæga orkuskiptainnviði sem njóti forgangs í skipulags- og leyfisveitingaferlinu.  Einnig telur hópurinn ástæðu til frekari samþættingar og sameiningar ferla í leyfisveitingaferlinu og innleiða vistkerfisnálgun í undirbúningsferli framkvæmda.

Að mati starfshópsins er nægjanlegt framboð jöfnunarorku forsenda uppbyggingar vindorkuframleiðsluÞá þurfi réttir hvatar  að vera fyrir hendi til að heimili og fyrirtæki sjái sér hag í að bæta orkunýtni og stuðla að orkusparnaði.

Starfshópinn skipuðu þau: Guðrún Sævarsdóttir, formaður, Ari Trausti Guðmundsson, fyrrv. alþingismaður og jarðeðlisfræðingur og Tryggvi Másson, hagfræðingur.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Kastljósinu var beint að orkumálum á ný á þessu kjörtímabili eftir alltof langt hlé. Við erum nú loksins að komast á þann stað að stjórnvöld nálgist orkuskiptin og loftslagsmál á heildstæðan hátt. Við sjáum að samþætting orkuskiptaáætlunar og aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum er eina leiðin fram á við. Tillögur þessa starfshóps geta myndað grunninn að nýrri orkuskiptaáætlun.“

Skýrsla starfshóps um starfsumgjörð fyrirtækja á orkumarkaði - Samkeppnishæfni, orkunýting, orkuskipti

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
7. Sjálfbær orka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta