Ríkisráðsfundir á Bessastöðum í dag
Frá ríkisráðsritara:
Ríkisráð Íslands mun koma saman til tveggja funda í dag, laugardaginn 21. desember.
Fyrri fundurinn hefst kl. 15 þar sem annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar lýkur störfum. Seinni fundurinn hefst kl. 16.30 þar sem forseti mun skipa nýtt ráðuneyti, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.