Hoppa yfir valmynd
22. desember 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ásthildur Lóa Þórsdóttir nýr mennta- og barnamálaráðherra

Ásthildur Lóa Þórsdóttir tekur við lyklum að mennta- og barnamálaráðuneytinu frá Ásmundi Einari Daðasyni - mynd

Ásthildur Lóa Þórsdóttir tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra af Ásmundi Einari Daðasyni í dag.

Ásthildur er fædd í Reykjavík 20. nóvember 1966. Hún er kennari að mennt með langa reynslu af kennslu og með viðbótarmenntun í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Hún hefur verið formaður Hagsmunasamtaka heimilanna frá 2017 og þingmaður Flokks fólksins frá 2021.

Í stefnuyfirlýsingu hyggst ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins m.a. ætla að ná markmiðum sínum „með því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum. Styðja þarf skólakerfið til að mæta áskorunum, tryggja inngildingu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og snemmtæka íhlutun fyrir börn með fjölþættan vanda. Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati. Ríkisstjórnin hyggst móta ungmennastefnu og beita sér fyrir jöfnu aðgengi allra barna að íþróttum, listum og frístundastarfi. Skoðað verður hvort setja eigi samræmdar reglur um notkun snjalltækja og samfélagsmiðla í skólum.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta