Daði Már Kristófersson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra
Daði Már Kristófersson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Hann tók við embætti á ríkisráðsfundi í gær.
Síðdegis í dag tók Daði við lyklum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Sigurður Inga Jóhannssonar. Daði sagði verkefnið leggjast vel í sig og hann sé spenntur að hefjast handa við að vinna að markmiðum stjórnarsáttmálans með því góða fólki sem starfar í ráðuneytinu.
Daði hefur verið prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands frá árinu 2016. Daði var sérfræðingur á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands frá 2007 og lektor og síðar dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands frá 2009. Daði er með doktorspróf í hagfræði frá Norwegian University of Life Sciences og MS-próf í umhverfis- og auðlindarhagfræði frá sama skóla.