Hoppa yfir valmynd
22. desember 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Daði Már Kristófersson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra - mynd

Daði Már Kristófersson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Hann tók við embætti á ríkisráðsfundi í gær.

Síðdegis í dag tók Daði við lyklum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Sigurður Inga Jóhannssonar. Daði sagði verkefnið leggjast vel í sig og hann sé spenntur að hefjast handa við að vinna að markmiðum stjórnarsáttmálans með því góða fólki sem starfar í ráðuneytinu.

Daði hefur verið prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands frá árinu 2016. Daði var sérfræðingur á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands frá 2007 og lektor og síðar dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands frá 2009.  Daði er með doktorspróf í hagfræði frá Norwegian University of Life Sciences og MS-próf í umhverfis- og auðlindarhagfræði frá sama skóla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta