Hoppa yfir valmynd
22. desember 2024 Forsætisráðuneytið

Kristrún Frostadóttir tekur við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fráfarandi forsætisráðherra - mynd

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tók í dag við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu úr hendi Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra. Kristrún sem er 36 ára er yngsti forsætisráðherra Íslandssögunnar.

Kristrún er fædd í Reykjavík 12. maí 1988. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2021 og verið formaður Samfylkingarinnar frá 2022. Kristrún er með stúdentspróf frá MR 2008, BS-próf í hagfræði HÍ 2011, MA-próf í hagfræði frá Boston-háskóla 2014 og MA-próf í alþjóðafræði með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál frá Yale-háskóla 2016.

Maki Kristrúnar er Einar Bergur Ingvarsson viðskiptafræðingur og eiga þau tvær dætur.

„Ég þakkaði Bjarna Benediktssyni, fráfarandi forsætisraðherra, fyrir hans störf í ráðuneytinu og í ríkisstjórnum síðustu ára. Hann óskaði nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. Það var hátíðlegur bragur a lyklaskiptunum.

Nú gengur ný ríkisstjórn til verka. Við ætlum að standa undir því trausti sem okkur var sýnt í kosningunum 30. nóvember og hlýða skýru kalli um breytingar. Ég mun leggja mig fram um að gegna embætti forsætisraðherra i þágu þjóðarinnar allra,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.

Æviágrip forsætisráðherra á vef Alþingis

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta