Hoppa yfir valmynd
27. desember 2024 Innviðaráðuneytið

Hækkun viðmiðunarfjárhæða tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða

Innviðaráðherra gaf nýlega út uppfærðar viðmiðunarupphæðir tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða fyrir árið 2025.

Frá og með 1. janúar 2025 eru uppreiknuð tekju- og eignamörk leigjenda slíkra félagslegra leiguíbúða (skv. 1. og 2. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál) eftirfarandi:

  • Árstekjur einstaklings: 7.485.000 kr.
  • Árstekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu: 1.872.000 kr.
  • Árstekjur fyrir hjón og sambúðarfólk: 10.480.000 kr.
  • Eignamörk verða: 8.079.000 kr.

Um er að ræða tekju- og eignamörk leigjenda félagslegra leiguíbúða sem fjármagnaðar voru með lánum frá Íbúðalánasjóði á grundvelli þágildandi 1. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál fyrir 10. júní 2016 en þá tók við nýtt fyrirkomulag fjármögnunar slíkra íbúða með stofnframlögum á grundvelli laga um almennar íbúðir.

Reglugerðin var gefin út 19. desember í innviðaráðuneytinu og birtist innan skamms í Stjórnartíðindum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta