Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis – auglýsing 1. janúar 2025
Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis á vegum ríkisins sem hér segir:
Flokkur og staðir | Gisting | Annað | Samtals | |
Flokkur 1: New York borg, London, Sviss, Washington DC | SDR | 218 | 146 | 364 |
Flokkur 2: Finnland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Holland, Bandríkin (nema New York og Washington), París, Írland | SDR | 177 | 118 | 295 |
Flokkur 3: Frakkland (nema París), Lúxemburg, Barselóna, Madríd, Hong Kong, Kanada, Belgía, Róm | SDR | 157 | 105 | 262 |
Flokkur 4: Annars staðar | SDR | 136 | 91 | 227 |
Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa
Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa nema 2/3 af almennum dagpeningum.
Ákvörðun þessi gildir frá og með 1. janúar 2025. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 3/2024 dagsett 1. desember 2014.