Hoppa yfir valmynd
3. janúar 2025 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Matvælaráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðli Staðlaráðs Íslands.

Vottunin staðfestir að innan ráðuneytisins er unnið markvisst gegn kynbundnum launamun og þar með stuðlað að jafnrétti kynjanna. Þannig sé komið í veg fyrir beina og óbeina mismunun á grundvelli kyns og jafnframt hafi verið komið á stjórnkerfi sem tryggi faglega nálgun við ákvarðanatöku um launasetningu og launajafnrétti í samræmi við jafnlaunastefnu Stjórnarráðsins.

„Það er vissulega fagnaðarefni að ráðuneytið hafi öðlast jafnlaunavottun“ sagði Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra. „Vottunin er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember sl. þar sem m.a. er lögð áhersla á að jafna stöðu og réttindi allra.”

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta