Matvælaráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun
Vottunin staðfestir að innan ráðuneytisins er unnið markvisst gegn kynbundnum launamun og þar með stuðlað að jafnrétti kynjanna. Þannig sé komið í veg fyrir beina og óbeina mismunun á grundvelli kyns og jafnframt hafi verið komið á stjórnkerfi sem tryggi faglega nálgun við ákvarðanatöku um launasetningu og launajafnrétti í samræmi við jafnlaunastefnu Stjórnarráðsins.
„Það er vissulega fagnaðarefni að ráðuneytið hafi öðlast jafnlaunavottun“ sagði Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra. „Vottunin er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember sl. þar sem m.a. er lögð áhersla á að jafna stöðu og réttindi allra.”