Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2025 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Tómas Guðjónsson aðstoðar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra

Tómas Guðjónsson - mynd

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur ráðið Tómas Guðjónsson sem aðstoðarmann sinn.

Tómas útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2018. Hann hafði verið framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og þar áður upplýsingafulltrúi þingflokksins, en hann tók við þeirri stöðu árið 2018.

Tómas hefur jafnframt starfað við viðburðastjórnun og ráðgjöf ásamt því að sinna fjölbreyttum félagsstörfum. Þannig var Tómas kosningastjóri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi árið 2016 og verkefnastjóri í alþingiskosningunum 2017. Hann starfaði einnig sem miðlægur kosningastjóri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 og skipulagði landsfund flokksins sama ár.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta