Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2025 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tilnefning í Æskulýðsráð 2025–2026

Mennta- og barnamálaráðuneytið leitar eftir tilnefningum í Æskulýðsráð fyrir tímabilið 2025–2026 í samræmi við reglugerð nr. 1088/2007.

Hlutverk Æskulýðsráðs er m.a. að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í æskulýðsmálum, gera tillögur um áherslur og stefnumótun í málaflokknum og leitast við að efla æskulýðsstarfsemi félaga, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga.

Leitar ráðuneytið eftir tilnefningum frá samtökum sem sinna æskulýðsstarfi en með því er átt við skipulagt félags- og tómstundastarf þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum.

Óskað er eftir að áhugasöm æskulýðssamtök tilnefni einstaklinga til tveggja ára og að jafnræðis kynja og aldurs sé gætt við tilnefningu. Í tilnefningunni skal koma fram vilji tilnefndra einstaklinga til að taka að sér setu í ráðinu. Með tilnefningu skal fylgja yfirlit yfir reynslu og þekkingu tilnefndra.

Af tilnefndum einstaklingum æskulýðssamtaka verða fimm skipaðir af ráðherra. Tveir einstaklingar eru tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra skipar formann og varaformann Æskulýðsráðs án tilnefningar.

Tilnefningar þurfa að berast mennta- og barnamálaráðuneytinu með tölvupósti ([email protected]) í síðasta lagi mánudaginn 23. janúar 2025.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta