Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2025 Matvælaráðuneytið

Opið fyrir umsóknir um tækjastyrk í lífrænum landbúnaði

Matvælaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um tækjastyrk í lífrænum landbúnaði.

Stuðningur er veittur til kaupa á sérhæfðum búnaði sem stuðlar að aukinni framlegð í lífrænum landbúnaði og/eða bættri nýtingu lífræns áburðar. Hægt er að sækja um styrki fyrir kaupum á tækjum á borð við sem róbóta, niðurfell­ingarbúnað til áburðardreifingar, tæki til safnhaugagerðar, tækni fyrir nákvæmnislandbúnað, illgresishreinsa og öðrum tækjum sem uppfylla framangreind markmið.

Umsækjendur þurfa að vera með gilda lífræna vottun í landbúnaði og uppfylla almenn skilyrði fyrir landbúnaðarstyrkjum sbr. 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.

Með umsókn þarf að fylgja:

  • Nafn, kennitala og lögheimili framleiðanda sem sækir um stuðning

  • Búsnúmer lögbýlis.

  • Lýsing á búrekstri, þar með talið upplýsingar um gripafjölda eftir tegundum búfjár, flatarmál lands eftir tegund nytja og aðstæður í gripahúsum.

  • Kaupverð þeirra tækja sem umsókn varðar.

  • Upplýsingar um áður fenginn aðlögunarstuðning ef við á.

  • Samantekt um hvernig umrædd tæki sem sótt er um styrk fyrir stuðla að aukinni framlegð í lífrænum landbúnaði og/eða bættri nýtingu lífræns áburðar.

  • Staðfesting á lífrænni vottun frá faggiltri vottunarstofu.

Sækja má um í Afurð til miðnættis 10. febrúar nk. 

Verkefnið er tímabundið og eru alls 30 milljónir króna til ráðstöfunar.

Nánari upplýsingar um forgangsröðun, afgreiðslu og mat á umsóknum má nálgast í reglugerð nr. 1226/2024 um breytingu á reglugerð um almennan stuðning við landbúnað.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
3. Heilsa og vellíðan
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta