Fræðslufundur: Hvernig stuðlum við að inngildandi samfélagi fyrir börn og fjölskyldur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn?
Mennta- og barnamálaráðuneytið vekur athygli á fræðslufundi um hvernig við stuðlum að inngildandi samfélagi fyrir börn og fjölskyldur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, þriðjudaginn 21. janúar kl. 10:00-11:30. Barna- og fjölskyldustofa stendur að fundinum í samstarfi við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og er hann haldinn á Teams.
Fræðslan samanstendur af kynningum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, velferðarsviði Reykjanesbæjar og Íþróttasambandi Íslands. Erindin fjalla m.a um það hvernig ólík kerfi og verkefni miða að því að styðja börn með fjölbreyttan tungumála og menningarbakgrunn til virkrar þátttöku í samfélaginu.