Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2025 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Jóna Þórey Pétursdóttir aðstoðar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Jóna Þórey Pétursdóttir aðstoðar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra - myndSara Björk Þorsteinsdóttir

Jóna Þórey Pétursdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Jóna Þórey er lögmaður og hefur starfað hjá Rétti lögmannsstofu frá árinu 2022 og einkum sinnt málum á sviði umhverfis- og eignaréttar. Hún hefur verið stundakennari í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands á sviði umhverfisréttar. Þá starfaði Jóna hjá Landsvirkjun sumarið 2021 á sviði Samfélags og umhverfis.

Jóna Þórey var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020 og í skipulagsteymi Loftslagsverkfallanna á Íslandi á sama tíma. Hún var ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda 2020-2022. Jóna hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum og sat m.a. í stjórn Menntasjóðs námsmanna frá árinu 2022-2024 og var varafulltrúi í loftslagsráði 2019-2023.

Jóna Þórey er með BA gráðu og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í mannréttindalögfræði frá Edinborgarháskóla, þaðan sem hún útskrifaðist með láði árið 2022, en þar lagði hún meðal annars áherslu á réttinn til umhverfis.

Áður var Jóhann Páll búinn að ráða Lárus M.K. Ólafsson sem aðstoðarmann. Lárus er sérfræðingur á sviði orkumála og starfaði sem yfirlögfræðingur Orkustofnunar og staðgengill orkumálastjóra  2008-2011.

Jóna Þórey hefur störf í febrúar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta