Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2025 Dómsmálaráðuneytið

Fréttaannáll dómsmálaráðuneytisins árið 2024

Á árinu 2024 birtust um 100 fréttir á vef dómsmálaráðuneytisins af vettvangi hinna fjölmörgu málaflokka sem eru á verkefnasviði ráðuneytisins. Í þessari frétt er birtur myndrænn annáll af helstu fréttum ársins. 

Tíðustu fréttirnar voru auglýsingar um lausar stöður í dómskerfi og stjórnsýslu, hæfnismat umsækjenda og skipan í stöður. Útlendingamál skipuðu einnig stóran sess á árinu og þar á meðal var greint frá framlengingu á vernd vegna fjöldaflótta fyrir Úkraínubúa. Upplýsingafrétt ráðuneytisins frá 17. janúar 2024 um stöðu verndarumsókna og fjölskyldusameininga varð að lokum ein mest lesna fréttin á vef stjórnarráðsins það árið.

Fréttir um almannavarnir og ástandið á Reykjanesi voru einnig fyrirferðarmiklar enda gekk mikið á í tengslum við eldgos og gerð varnargarða á árinu 2024. Af jákvæðari fréttum má nefna fréttir um tækniframfarir í meðferð dómsmála og stafræna vegferð í réttarvörslukerfinu. Nýsköpunarverðlaun hins opinbera árið 2024 féllu sýslumönnum í skaut en þar hefur verið unnið mikið verk á umliðnum árum. Af öðrum fréttum á árinu má nefna nokkrar fréttir um aðgerðir gegn ofbeldi á meðal barna og úrbætur á biðtíma hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Síðasta frétt ársins var nokkur tímamótafrétt því þar var greint frá því að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefði tekið við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu af Guðrúnu Hafsteinsdóttur.

 

Áskrift að fréttum

Athygli skal vakin á því að hægt að skrá sig í áskrift að fréttum og fleiru sem birt er á vef stjórnarráðsins. Tilkynningar eru sendar á netfang þitt þegar nýtt efni í flokknum er birt á vefnum.

Áskrift að fréttum á vef stjórnarráðsins

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta