Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn auglýsir eftir umsóknum til ferðastyrkja
Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum til ferðastyrkja til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum samstarfsverkefnum. Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn var stofnaður 1995 í kjölfar gjafar Svía til Íslendinga á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins 1994. Hlutverk sjóðsins er að styrkja sænskt-íslenskt samstarf, gagnkvæm menningarsamskipti og upplýsingar um sænska og íslenska menningu og samfélagsmál. Sjóðurinn veitir á ári hverju ferðastyrki fyrir tvíhliða samstarf milli landanna, aðallega á sviði menningar, menntunar og rannsókna.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar n.k., klukkan 23:59 að sænskum tíma (klukkan 22:59 að íslenskum tíma).
Umsókn skal skila rafrænt á heimasíðu sjóðsins, www.svenskislandskafonden.se