Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2025 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ferðaþjónustuvika 2025: Innsæi heimamanna er dýrmæt auðlind ​

Beint streymi var frá Mannamótum landshlutanna. - mynd

Árlegri Ferðaþjónustuviku lauk á fimmtudaginn en markmið hennar er að efla samstarf og fagmennsku í stærstu útflutningsgrein landsins. Atvinnuvegaráðherra Hanna Katrín Friðriksson segir það ómetanlegt að fá svo kröftuga kynningu í fangið á fyrstu dögum sínum sem ráðherra ferðamála.

 

Hringferð um landið í Kórahverfinu

Atvinnuvegaráðherra sótti fjölda viðburða í Ferðaþjónustuvikunni svo sem Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Íslenska ferðaklasans og KPMG og Mannamót markaðsstofa landshlutanna sem fór fram í Kórnum í Kópavogi. Þar komu saman yfir 250 sýnendur af landsbyggðinni og var sýningunni skipt upp eftir landshlutum. Gestum gafst því kostur á að „ferðast um landið“ og kynnast sérstöðu hvers landshluta fyrir sig.

„Vikan var algjörlega frábær og ég er uppveðruð yfir kraftinum og hugvitinu sem atvinnugreinin býr yfir. Íslensk ferðaþjónusta er ákaflega fjölbreytt og það er áhugavert að sjá hvers sterk einkenni hvers landshluta eru. Grænmetisræktun og háklassa matreiðsla var áberandi á einum stað en vetrarafþreying, saga og bjórbruggun á öðrum. Ég tók líka sérstaklega eftir því hversu áhugasamt fólk var hvort um annað og tilbúið til að deila reynslu sinni. Fyrir nýbakaðan ráðherra eru þessi óformlegu samtöl við fólkið í greininni ákaflega dýrmæt,“ segir Hanna Katrín.

Hvað er stafræn hæfni?

Ráðherra opnaði einnig Ferðapúlsinn í Ferðavikunni en það er nýtt verkefni þróað af Hæfnisetri ferðaþjónustunnar í samstarfi við Ferðamálastofu, Íslenska ferðaklasann, Markaðsstofur landshlutana og SAF.

Stafræn hæfni í ferðaþjónustufyrirtækjum vísar til hæfni til að nýta stafrænar lausnir og tækni við að bæta þjónustu, auka skilvirkni og bæta upplifun viðskiptavina. Þetta felur í sér m.a. gervigreind, stafræna markaðssetningu, upplýsingatækni, gagnagreiningu, netöryggi og stafræna þjónustu.

Ferðapúlsinn er stöðutaka ferðaþjónustufyrirtækja á þessari hæfni og byggir á sérsniðnum spurningum sem tekur örfáar mínútur að svara og birtir niðurstöðurnar strax í formi hæfnishjóls.

„Við höfum náð gríðarlegum árangri í að byggja upp öfluga atvinnugrein sem er mikilvægur drifkraftur hagvaxtar.Hér gildir að vera stöðugt að leita tækifæra og leiða til framfara í þeirri miklu samkeppni og tækniþróun sem ferðaþjónustan býr við. Þróun gervigreindar spilar þar stórt hlutverk enda er hún stærsta ferðahandbók heims en við þurfum líka að halda í kjarnann okkar því það kemur ekkert í staðinn fyrir innsæi heimamanna eins og Chat GPT segir ef spurt um leynistaði á Íslandi „ask the locals“ ,“  segir Hanna Katrín og bætir við að gagnadrifin vinna sé lykill að faglegu starfi og það séu mörg vegleg verkefni þess efnis að raungerast.

  • Ferðaþjónustuvika 2025: Innsæi heimamanna er dýrmæt auðlind  ​ - mynd úr myndasafni númer 1
  • Ferðaþjónustuvika 2025: Innsæi heimamanna er dýrmæt auðlind  ​ - mynd úr myndasafni númer 2
  • Það var góð stemming á Mannamótinu og meðal annars var skorað á ráðherra að koma í skíðakennslu norður. - mynd
  • Atvinnuvegaráðherra sótti fjölda viðburða í Ferðaþjónustuvikunni svo sem Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Íslenska ferðaklasans og KPMG. - mynd
  • Ráðherra opnaði Ferðapúlsinn, stafrænt hæfnishjól í Ferðavikunni. - mynd
  • Ferðaþjónustuvika 2025: Innsæi heimamanna er dýrmæt auðlind  ​ - mynd úr myndasafni númer 6

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta